Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. febrúar. 2010 03:08

Von á fyrstu loðnunni í kvöld

"Það er allt tilbúið og við eigum von á fyrsta loðnuaflanum í kvöld og bíðum bara eftir nánari tímasetningu þannig að hægt sé að boða mannskapinn til starfa. Við gerum ráð fyrir að um 30 manns vinni við loðnuhrognavinnsluna og frystinguna á sólarhring og sennilega verðum við með tvískiptar vaktir, a.m.k. til að byrja með,“ sagði Gunnar Hermannsson, vinnslustjóri í hrognavinnslu HB Granda á Akranesi á síðu fyrirtækisins í dag, en á Akranesi bíða menn nú spenntir eftir að annað hvort Ingunn AK eða Faxi RE komi með fyrsta aflann á loðnuvertíðinni. Ingunn og Faxi eru nú að loðnuveiðum úti af Garðskaga og það er því ekki langt að sigla. Að sögn Gunnars er óvíst hve mikil hrognafyllingin er í loðnunni sem fengist hefur síðasta sólarhringinn en hann segir þó að þroski hrognanna skipti meira máli en sjálf hrognafyllingin.

 

 

Á vertíðunum 2008 og 2009 var ekið með 60 til 80 tonn af loðnuhrognum frá Akranesi til Vopnafjarðar á hverjum degi sem hrognavertíðin stóð en í ljósi þess hve lítill loðnukvótinn er að þessu sinni er óvíst að þess þurfi í ár,“ sagði Gunnar á síðu HB Granda.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is