Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. febrúar. 2010 03:08

Von á fyrstu loðnunni í kvöld

"Það er allt tilbúið og við eigum von á fyrsta loðnuaflanum í kvöld og bíðum bara eftir nánari tímasetningu þannig að hægt sé að boða mannskapinn til starfa. Við gerum ráð fyrir að um 30 manns vinni við loðnuhrognavinnsluna og frystinguna á sólarhring og sennilega verðum við með tvískiptar vaktir, a.m.k. til að byrja með,“ sagði Gunnar Hermannsson, vinnslustjóri í hrognavinnslu HB Granda á Akranesi á síðu fyrirtækisins í dag, en á Akranesi bíða menn nú spenntir eftir að annað hvort Ingunn AK eða Faxi RE komi með fyrsta aflann á loðnuvertíðinni. Ingunn og Faxi eru nú að loðnuveiðum úti af Garðskaga og það er því ekki langt að sigla. Að sögn Gunnars er óvíst hve mikil hrognafyllingin er í loðnunni sem fengist hefur síðasta sólarhringinn en hann segir þó að þroski hrognanna skipti meira máli en sjálf hrognafyllingin.

 

 

Á vertíðunum 2008 og 2009 var ekið með 60 til 80 tonn af loðnuhrognum frá Akranesi til Vopnafjarðar á hverjum degi sem hrognavertíðin stóð en í ljósi þess hve lítill loðnukvótinn er að þessu sinni er óvíst að þess þurfi í ár,“ sagði Gunnar á síðu HB Granda.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is