Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. febrúar. 2010 02:01

Hundaleyfið verður ekki endurnýjað

Svo virðist að nú sé loks á enda þrætumál sem ung hjón í parhúsi á Akranesi hafa staðið í frá því í júlímánuði í fyrra og rakið var í Skessuhorni sem kom út í gær. Málið snýst um hundahald nágranna þeirra í hinum enda parhússins, sem hefur viðhaft sóðaskap við tvo hunda sem hann hefur haldið á sólpalli við húsið. Maðurinn hafði lengi vel ekkert leyfi fyrir hundunum, fékk því síðan úthlutað í nóvembermánuði þótt aðstæður væru kunnar bæði heilbrigðiseftirliti og starfsmönnum Akraneskaupstaðar. Maðurinn var síðan sviptur leyfinu í janúarmánuði en skaut málinu til bæjarráðs og vildi fá endurnýjun leyfisins að nýju. Bæjarráð óskaði eftir umsókn Framkvæmdaráðs á beiðni leyfishafa um endurnýjun leyfis í ljósi þess að viðkomandi væri að flytjast úr núverandi húsnæði.

Framkvæmdaráð bókaði á fundi sínum síðastliðinn þriðjudag að það teldi ekki ástæðu til endurnýjunar leyfis miðað við núverandi aðstæður og bendir á að viðkomandi aðili geti komið hundunum í fóstur á meðan núverandi búsetuaðstæður eiganda hundanna eru til staðar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is