Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. febrúar. 2010 10:37

Ljósmyndarafélag Akraness stofnað í gær

Í gærkveldi kom stór hópur fólks saman í Garðakaffi á Akranesi og stofnaði Ljósmyndarafélag Akraness (LMFA). Samþykkt voru lög félagsins og kosin stjórn. Friðþjófur Helgason kynnti nýja aðstöðu til myndvinnslu og sýninga sem komið hefur verið upp í húsinu Fróðá á Safnasvæðinu. Þá sagði hann einnig frá þeirri vinnu sem felst í útgáfu ljósmyndabóka en hann hefur gefið út margar slíkar. Hrannar Örn Hauksson sýndi myndir. Að sögn félagsmanna hefur nú verið stofnað félag þar sem fólk getur miðlað reynslu sín á milli, svo sem um stillingar myndavéla, myndatökur og eftirvinnslu mynda. Þá er stefnt að því að félagar fari saman í ferðir til ljósmyndunar og var ákveðið að næstkomandi laugardag, klukkan 10 munu áhugaljósmyndarar hittast við Garðakaffi og fara í ferð upp í Hvalfjörð, með myndavélar að vopni og njóta þess að þjappa saman þessum hópi ljósmyndara.

Á meðfylgjandi mynd er fyrsta stjórn LMFA. Frá vinstri: Lára Ingólfsdóttir ritari, Kristleifur Brandsson, Þórir Björvinsson, Þorvaldur Sveinsson gjaldkeri og Hilmar Sigvaldason formaður. Ljósm. ki.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is