19. febrúar. 2010 08:04
 |
Sigurþór og Ófeigur. |
Fimmtudaginn 11. febrúar sl. var fjórgangsmót hestamannafélagsins Grana á Hvanneyri haldið á Mið-Fossum. Mótið heppnaðist, að sögn stjórnar Grana, mjög vel, margir áhorfendur komu og mikil stemning var í höllinni. Keppt var í þremur flokkum; þrígangi, 2. flokki og 1. flokki. Næst á dagskrá Grana er Opið töltmót sem haldið verður á Mið-Fossum fimmtudaginn 25. febrúar en þar verður keppt í 1. og 2. flokki ásamt bjórtölti (Létttölti).
Úrslitin í fjórgangsmótinu urðu eftirfarandi:
3-gangur
1.Gyða Helgadóttir á Biskupi frá Sigmundarstöðum.
2. flokkur
1. Þórdís Arnardóttir á Tvisti frá Hellubæ.
2. Konráð Axel Gylfason á Funa frá Leysingjastöðum.
3. Gloria Kucel á Skorra frá Herríðarhóli.
4. Bjarki Þór Gunnarsson á Gabríel frá Gunnarshólma.
5. Klara Sveinbjörnsdóttir á Björk frá Innri Skeljabrekku.
1. flokkur
1. Sigurþór Sigurðsson á Ófeigi frá Hemlu
2. Óskar Sæberg á Drífanda frá Syðri- Úlfsstöðum
3. Anna Berg Samúelsdóttir á Dúx frá Útnyrðingsstöðum
4. Ásta Márusdóttir á Hrannari frá Skyggni
5. Gísli Guðjónsson á Yl frá Skíðbakka 1.