20. febrúar. 2010 08:47
Á morgun, sunnudaginn 21. febrúar er konudagurinn. Hjá mörgum karlmönnum er það ein mesta martröð lífs þeirra að gleyma þessum degi, mun meiri skömm en að gleyma brúðkaupsdeginum af því hann er þó ekki auglýstur. Blómakaupmenn eru við öllu búnir. Í versluninni Módel á Akranesi fengust þær upplýsingar að viðskiptavinir verslunarinnar og veitingastaðarins Galito geta nú dottið í lukkupottinn, með viðskiptum á morgun, konudaginn fara þeir sjálfkrafa í pott þar sem glæsilegir vinningar verða í boði.