18. febrúar. 2010 03:11
Danski listamaðurinn Viggo Mortensen tók sér far með Breiðafjarðarferjunni Baldri frá Stykkishólmi til Brjánslækjar í gær. Hann er þekktastur sem kvikmyndaleikari og var meðal annars tilnefndur til Óskarsverðlauna árið 2008 fyrir leik sinn í Hringadrottinssögu. Hann hefur einnig hlotið mikla viðurkenningu sem ljósmyndari og fyrir tveimur árum var sýning hans Skovbo sett upp á Ljósmyndasafni Reykjavíkur.Viggo Mortensen kemur oft til Íslands og í fyrrasumar tók hann sér ferð með Baldri og ferðaðist síðan um Vestfirði. Hann dáðist að landslaginu þar og er nú kominn aftur til að taka myndir. Viðfangsefni hans í ljósmynduninni hafa verið um allan heim.