18. febrúar. 2010 03:55
 |
Væntanlegt byggingarsvæði nýs Heiðarskóla. |
Í morgun voru opnuð tilboð, í framhaldi af forvali, í lokuðu útboði vegna nýframkvæmda við nýjan Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit. “Opnunar tilboða hafði verið beðið með eftirvæntingu og núna munu VSÓ ráðgjöf og verkkaupi fara yfir tilboðin,” segir Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri í tilkynningu. “Það var einkar ánægjulegt fyrir Hvalfjarðarsveit að heyra ummæli bjóðenda á fundinum. Þeir bentu á að sérstaklega hefði verið vandað til verka, öll gögn sett fram með mjög skýrum hætti og fengu hönnuðir, nefndarmenn í verkefnisstjórn sem og sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar sérstakt hrós fyrir þessa þætti frá bjóðendum. Yfirferð yfir tilboðin hefst strax í dag og er niðurstöðu þeirrar yfirferðar að vænta um miðja næstu viku," sagði Laufey. Fyrirtækin sem þátt tóku í forvali voru ÍAV, Eykt, Jáverk og Vestfirskir verktakar. Í forvali var gert ráð fyrir að bjóðendur tækju ákveðnar eignir Hvalfjarðarsveitar upp í sem greiðslu.
Nú er vonast til að framkvæmdir geti hafist innan tíðar við byggingu nýs skólahúsnæðis. Kostnaðaráætlun hönnuða við bygginguna hljóðaði upp á kr. 603.500.000. Engar athugasemdir bárust eftir opnun tilboða.
Eftirfarandi tilboð bárust:
ÍAV hf. Eftirfarandi eignir verði teknar sem greiðsla fyrir verkið; malarnáma, félagsheimilið Fannahlíð og þriggja íbúða raðhús. Kr. 764.100.609,-
Frávikstilboð ÍAV 1 án eigna kr. 606.362.230.
Frávikstilboð ÍAV 2. Greiðsla með malarnámu kr. 576.362.230.
Frávikstilboð ÍAV 3. Tilboð með öðrum gluggaprofil lækkun tilboða um kr. 10.000.000.
Frávikstilboð ÍAV 4. Með annari gerð innihurða og inniglugga, lækkun tilboða um kr. 8.000.000.
Eykt ehf. Eftirfarandi eignir verði teknar sem greiðsla fyrir verkið: Malarnáma, félagsheimilið Fannahlíð og þriggja íbúða raðhús kr. 627.722.391.
Eykt ehf. Frávikstilboð. Án eigna í uppítöku kr. 485.432.178.
Jáverk ehf. Eftirfarandi eignir verði teknar sem greiðsla fyrir verkið: Malarnáma, félagsheimilið Fannahlíð og þriggja íbúða raðhús kr. 674.440.490.
Jáverk ehf. Frávikstilboð 1. Án eigna kr. 504.482.759.
Jáverk ehf. Frávikstilboð 2. Annað verðmat á eignum í aðaltilboði kr. 508.482.759. Mat Jáverks: Malarnáma kr. 25.000.000,- Fannahlíð kr. 12.000.000 og þriggja íbúða raðhús kr 15.000.000.
Vestfirskir verktakar: Tilboð 1. Eftirfarandi eignir verði teknar sem greiðsla í verkið: Félagsheimilið Fannahlíð, eldra skólahúsnæði Heiðarskóla og þriggja íbúða raðhús kr. 736.859.962.
Vestfirskir verktakar: Tilboð 2. Eftirfarandi eignir verði teknar sem greiðsla í verkið: Malarnáma, félagsheimilið Fannahlíð og þriggja íbúða raðhús kr. 736.859.962.
Vestfirskir Verktakar: Frávikstilboð 1. Án eigna kr. 597.662.525,-
Viðstaddir voru Skúli Lýðsson fundarritari, Þorbergur Karlsson VSÓ ráðgjöf, Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri, Eyjólfur Bjarnason og Þorleifur Björnsson ÍAV hf, Gylfi Gíslason Jáverki ehf, Eiríkur Arnarsson Eykt, Ármann Þ. Vestfirskum verktökum, Björgvin Helgason, Hallfreður Vilhjálmsson, Magnús Hannesson og Dóra Líndal öll frá Hvalfjarðarsveit.