Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. febrúar. 2010 11:04

Ráðstefna um notkun hrossa við leit og björgun

Næstkomandi sunnudag stendur hópur björgunarsveitarfólks fyrir ráðstefnu um notkun hrossa við leit og björgun. Hópur þessi nefnist Leitarhestar í Borgarfirði og er markmið hans eins og nafnið bendir til að nýta hross til leitar og björgunar við aðstæður þar sem hross nýtast betur en vélknúin farartæki. Ráðstefnan verður sunnudaginn 21. febrúar í Pétursborg, húsi björgunarsveitarinnar í Borgarnesi.  Dagskráin hefst klukkan 13. Meðal þess sem rætt verður um eru hæfniskröfur knapa sem björgunarmanns, nauðsynlegir eiginleikar hrossa, alþjóðlegir staðlar, leitartækni, útbúnaður og fleira.  Fundarstjóri verður Ragnar Frank Kristjánsson.

 

 

 

Að sögn Höllu Kjartansdóttur, eins félaganna í Leitarhestum Borgarfjarðar, er hér um að ræða hóp sem upphaflega varð til hjá björgunarsveitunum Brák, Ok og Heiðari. “Nú hefur hópurinn stækkað og koma félagsmenn víðar af landinu, svo sem frá Selfossi, Hellu, Kjalarnesi og Mosfellssveit.  Við erum því í raun deild innan Landsbjargar af Svæði 4,” segir Halla.  Félagar í Leitarhestum hittast reglulega einu sinni í mánuði, virkir félagar eru um tíu en þeim fer fjölgandi. Halla segir að hross hafi verið notuð við eina og eina leit víðsvegar um landið í gegnum tíðina en þetta sé í fyrsta skipti sem skipulega sé verið að byggja upp leitarhóp af þessu tagi. Nánar er hægt að fræðast um félagsskapinn á vefslóðinni www.leitarhestar.123.is

 

 

 

Dagskrá ráðstefnunnar:

13:00 - 13:20 Hæfniskröfur knapa sem björgunarmanns - Anna P. og Heiða

13:20 - 13:35 Hæfniskröfur hests - Anna P. og Heiða

13:35 - 13:55 Alþjóðlegir staðlar fyrir leitarhestahópa - Halla og María

13:55 - 14:00 "Salernishlé"

14:00 - 14:25 Útbúnaður - Eiríkur

14:25 - 14:35 Tryggingar - Halla

14:35 - 14:55 Leitartækni og hugmyndir að æfingum - Soffía

14:55 - 15:10 Umræður

15:10 - 15:30 Kaffihlé

15:30 - Sigurður Oddur hestaferðafrömuður og járningameistari, fjallar um ferðalög, þjálfun f. ferðalög, útbúnað og járningar á ferðalögum.

(16:30 - 17:00 Ef að Edda Þórarinsdóttir dýralæknir verður ekki vant við látin á vaktinni ætlar hún að mæta og láta ljós sitt skína um sjúkrabúnað hesta)

17:00 - 18:00 Hestamennska og slysavarnir - Umræður varðandi framkvæmd hugmynda um að félagar í Leitarhestum haldi fyrirlestra hjá hestamannafélögum um slysavarnir í hestamennsku. Sameina fræðslu og fjáröflun vegna námsskeiðs. Hverju viljum við koma á framfæri við hinn almenna hestamann?

18:00 - 18:30 Ráðstefnan Björgun 2010 í Október. Erlendur fyrirlesari, T'mi Finkle, verður að öllum líkindum þar með leitarhestafyrirlestur og mun vonandi halda leitarhestanámsskeið á svipuðum tíma á Íslandi. Eru einhver önnur námsskeið (á Íslandi) sem við myndum vilja fá fyrir leitarhestahópa?

18:30 - 19:30 Eðal pottréttur á vegum Gæðakokka, kr. 500.- á mann. Láta vita fyrir kl. 21:00 nk. föstudagskvöld í síma 699-0717 eða á msar_iceland@yahoo.com.

 

Drög að dagskrá hjá Leitarhestum Borgarfjarðar:

 

21. febrúar - Ráðstefna

23. mars- Fundur

3. eða 4. apríl- Hittast í reiðhöll og fara í þrautabraut. Páskakeppni.

20. apríl- Fyrirlestur um það hvernig á að gera hest "sprengjuheldan". Julio?

18. maí- Fundur

29. eða 30. maí- Stór leitaræfing með gangandi fólki og hestum

15. júní- Fundur

9. - 11. júlí- Útileguhestaferð

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is