Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. febrúar. 2010 06:41

Snæfell bikarmeistari karla

Karlalið Snæfells varð í dag bikarmeistari þegar liðið lagði Grindavík að velli í Laugardalshöllinni með 92:81 sigri. Þetta er í annað skiptið á þremur árum sem liðið vinnur bikarinn og sýnir það mikinn karakter þess. Fyrir tveimur árum var það Fjölnir sem laut í gras gegn harðsnúnum Snæfellingum. Snæfell var með frumkvæðið allan tímann eftir að liðið skoraði þrettán stig í röð í öðrum leikhluta. Staðan var 44-41 í hálfleik Snæfelli í vil. Þeir rauðklæddu byrjaði seinni hálfleikinn af krafti með Sean Burton í fararbroddi en hann skoraði 16 stig í þriðja leikhluta og Snæfell var með 69-65 forustu fyrir lokaleikhlutann þar sem liðið var mun sterkari aðilinn og landaði því nokkuð öruggum sigri.   Sean Burton var kosinn besti maður leiksins enda í feiknarstuði, skoraði 36 stig, hitti úr 10 af 19 skotum og 11 af 12 vítaskotum. Sigurður Þorvaldsson var með 14 stig, Jón Ólafur Jónsson gerði 12 og fyrirliðinn Hlynur Bæringsson var með 10 stig og 19 fráköst.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is