22. febrúar. 2010 12:05
 |
Sinubruni úr myndasafni Skessuhorns. |
Slökkvilið Borgarbyggðar var kallað út í gærdag vegna sinubruna við Syðra-Skógarnes í Eyja- og Miklaholtshreppi. Eldur hafði hlaupið í sinu út frá rusli sem verið var að brenna. Að sögn Bjarna Kr Þorsteinssonar slökkviliðsstjóra gekk greiðlega að slökkva eldinn enda svæðið takmarkið með sjó á aðra hönd.