Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. febrúar. 2010 07:07

Kvartaði við bæjarstjóra vegna strætó

Kristín Þórðardóttir, íbúi á Akranesi, hefur sent formlega kvörtun til bæjarstjórans á Akranesi vegna tímaáætlunar innanbæjarstrætó á Akranesi. Í erindi sínu segir Kristín að þeim íbúum sem eigi börn í Brekkubæjarskóla sé gert ókleift með nýju fyrirkomulagi strætóferða að nýta vagninn fyrir börn. Hún segir tímaáætlun ekki standast hversu og mikið sem það sé fullyrt. “Nú er svo komið að þau átta börn sem nýttu bara eina stoppistöð á Esjubraut geta ekki lengur nýtt vagninn til að koma sér í skóla. Unglingar sem taka strætó frá Fjölbrautaskólanum á miðjum dögum komast að Jaðarsbakkalaug og þar þurfa þeir að bíða í hálftíma eða láta sig hafa það að ganga upp á Leynisbraut eða upp í efra Jörundarholt. Þá spyr enginn að veðrinu sem þau fá á leiðinni heim.”  Kristín segir útbreidda og almenna óánægju með nýja tímatöflu strætó sem og að vagninn henti ekki fyrir fólk með barnavagna og eldra fólk.

Hún bendir á að sama dag og nýr strætó hafi tekið til starfa hafi Brekkubæjarskóli sent út bréf þar sem þess er krafist að nemendur mæti tímanlega í skóla eða fái punkta annars vegna fjarveru. Viðbrögð Akraneskaupstaðar hafi verið að hafa samband við skólann og biðja um að horft verði framhjá því að strætó væri seint á ferðinni. Kristín segir að nú séu liðnir tæpir tveir mánuðir frá því nýtt fyrirkomulag var tekið upp með strætó og enn sé veri að aðlaga sig að tímatöflunni og ekkert virðist ganga.

 

“Á tímum þar sem mörg heimili horfa fram á að geta ekki rekið bifreiðar sínar, þá dettur bæjarstjórnendum á Akranesi helst í hug að skera niður í almenningssamgöngum, á sama tíma og þeir hækka gjöldin til bæjarbúa. Þegar ég spurði að því hversvegna þessu tilboði var tekið fékk ég þau svör að það hafi verið töluvert lægra en önnur tilboð og svo mikill sparnaður fælist í því að ekki væri hægt að horfa framhjá því. Fyrst það er staðan, þá fer ég fram á það sem bæjarbúi og greiðandi gjalda til bæjarfélagsins að tafarlaust verði boðin út tölvuþjónusta Akraneskaupstaðar og lægsta tilboði tekið án tillits til þess hvaða þjónusta er veitt í staðinn. Með þeim sparnaði mætti koma til móts við bæjarbúa með betri strætisvagni og tíðari ferðum,” segir Kristín Þórðardóttir að lokum í kvörtunarbréfi sínu til bæjarstjórans á Akranesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is