23. febrúar. 2010 01:06
Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur stillt upp framboðslista fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í Borgarbyggð. Um leið eru þetta að líkindum fyrsti framboðslistinn sem birtur er á Vesturlandi vegna sveitarstjórnarkosninganna 29. maí nk.
Í fyrsta sæti listans er Ragnar Frank Kristjánsson lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Í öðru sæti er Ingibjörg Daníelsdóttir kennari og bóndi í Hvítársíðu. Friðrik Aspelund skógfræðingur á Hvanneyri er í þriðja sæti listans. Í fjórða sæti er Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, kennari og námsráðgjafi í Reykholti, fimmti er Albert Guðmundsson bóndi í Kolbeinsstaðahreppi, Steinunn Pálsdóttir tónlistarkennari í Borgarnesi er í sjötta sæti. Í sjöunda sæti er Stefán Ingi Ólafsson veiðimaður og rafvirki í Borgarnesi. Í áttuna sæti er Svanhildur Björk Svansdóttir höfuðbeina- og spjaldhryggjajafnari í Álftaneshreppi og í níunda sæti er Helgi Björnsson bóndi í Lundarreykjardal.