Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. febrúar. 2010 03:04

Kannar áhuga á stofnun hollustuvöruverslunar

Tvítug stúlka á Akranesi, Anna Kvaran, er þátttakandi í Frumkvöðlasmiðju á vegum Vinnumálastofnunar og Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi. Sem verkefni við skólann hefur hún hrundið af stað könnun um hvort áhugi sé fyrir opnun lítillar verslunar með lífrænar hollustuvörur á Akranesi. Anna segist hafa farið í Frumkvöðlasmiðjuna eftir að hún missti vinnuna um áramótin.   “Mér fannst þetta nú ekkert spennandi þegar mér var boðið í þetta fyrst, en þetta er frábært nám og nú bíður maður spenntur eftir hverjum degi. Leiðbeinendur eru góðir og það hafa komið margar viðskiptahugmyndir fram. Í mínum hópi er til dæmis verið að vinna að fimm hugmyndum núna. Það taka allir eitthvað fyrir á sínu áhugasviði,” segir Anna.

Hún byrjaði á að gera könnun á Facebook síðunni sinni og fékk góð viðbrögð. Síðan fór könnunin inn á skessuhorn.is og þá jukust viðbrögðin. “Núna eru komnir um 230 sem hafa tekið þátt í könnuninni og 90% þeirra segjast myndu koma oft í svona verslun en aðeins 8% segjast aldrei myndu koma. Ég er því mjög bjartsýn á þetta. Ég þarf meira að segja ekki að hafa fyrir því að finna nafn á verslunina því ótal hugmyndir um það eru komnar fram.”

 

Nánar er rætt við Önnu í Skessuhorni sem kom út í dag.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is