25. febrúar. 2010 07:04
 |
Frá Brákarhátíð í fyrrasumar. |
“Það er heilmikið í undirbúningi og margir að vinna að góðum hugmyndum á mörgum stöðum. Nú erum við eiginlega í þeirri stöðu að ákveða hvort við eigum að útvíkka starfssvæði Neðribæjarsamtakanna upp um allan Borgarfjörð, eða setja þau inn í einhver önnur samtök með víðtækara starfssvæði,” segir Hildur Jónsdóttir verkefnisstjóri Neðribæjarsamtakanna í Borgarnesi. Meðal þess sem unnið er að má nefna deiliskipulags fyrir Rauða torgið í Borgarnesi og “hleypa þannig lífi í þetta gráleita og dauða torg, þannig að það geti orðið miðpunktur miðbæjar í Borgarnesi,” segir Hildur. Þá er m.a. unnið að gerð gönguleiðakorts, hjólavinafélags og heimasíðunni Visit Borgarnes.
Nánar má lesa um verkefni Neðribæjarsamtakanna í Skessuhorni sem kom út í gær.