Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. febrúar. 2010 04:04

Sýslumaðurinn þakklátur fyrir góða meðhöndlun eftir slys

Ólafur K Ólafsson, sýslumaður Snæfellinga.
„Það er gæfa mín að þessi frábæra heilbrigðisþjónusta skuli vera hérna í Hólminum,“ segir Ólafur K. Ólafsson sýslumaður Snæfellinga sem þessar vikurnar liggur inni á bakdeild St. Franciskusspítala í Stykkishólmi eftir bílslys sem hann lenti í fyrr í mánuðinum. Ólafur hryggbrotnaði í óhappinu og segist hann áreiðanlega fá þá bestu sjúkraþjónustu sem til er í landinu hjá læknum sjúkrahússins og heilsugæslunnar og frábæru sjúkraþjálfunarfólki sem starfar á bakdeild St. Franciskusspítala. Þá er hann jafnframt afar þakklátur sjúkraflutningsmönnum af Akranesi og lögreglu þar fyrir góða fyrstu hjálp, umbúnað og flutning undir læknishendur eftir slysið. Þetta tókst allt það vel að hann mun síðar getað sinnt áhugamáli sínu að nýju, að ganga á fjöll.

Sjá nánar viðtal við Ólaf í Skessuhorni sem kom út í dag.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is