24. febrúar. 2010 02:53
Arna Lára Jónsdóttir varaþingmaður Samfylkingarinnar í NV kjördæmi tók í dag sæti á Alþingi í fjarveru Ólínu Þorvarðardóttur. Í tilkynningu frá forseta Alþingis kom fram að Ólína geti ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur af einkaástæðum. Arna Lára er verkefnastjóri frá Ísafirði og hefur ekki tekið sæti á þingi fyrr.