Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. febrúar. 2010 08:05

Fuglaskoðunarklasi við Breiðafjörð

“Ég vissi nú vel að við hefðum fuglaskoðunarparadís hérna við Breiðafjörðinn en eftir þennan fund er ég alveg sannfærð um óvíða er hægt að komast í eins mikið návígi við margar fuglategundir og hérna við Breiðafjörðinn, ekki bara hér á Snæfellsnesi, heldur á Barðaströnd og við Látrabjarg,” segir Svanborg Siggeirsdóttir framkvæmdastjóri Sæferða í Stykkishólmi og formaður Breiðafjarðarfléttunnar í samtali við Skessuhorn. Fléttan, sem er samstarfsverkefni 36 einstaklinga og fyrirtækja við Breiðafjörð, hélt fund um fuglaskoðun að Langaholti á Snæfellsnesi fyrr í þessum mánuði. “Það voru um þrjátíu manns á þessum fundi bæði úr ferðaþjónustunni og fuglasérfræðingar. Nú ætlum við að vinna saman að þessu verkefni.

Við þessir reynsluboltar úr ferðaþjónustu og sérfræðingarnir hjá náttúrustofunum á Vesturlandi og Vestfjörðum, Háskólasetrinu á Snæfellsnesi. Það þarf að telja fugla skipulega víða á þessu svæði í sumar og kortleggja hvar tegundirnar halda sig og á hvaða tímum. Þetta er mikið og mannfrekt verkefni og við vonumst til að fá stuðning frá Vaxtarsamningnum í þetta. Það hafa margir verið að telja víða en nú ætlum við að sameinast um þetta með fuglafræðingunum og allir njóta góðs af,” sagði Svanborg.

 

Á fundinum flutti Hrafn Svavarsson frá Gavia Travel erindi en sú ferðaskrifstofa hefur sérhæft sig í að selja fuglaskoðurum ferðir og Ingólfur Stefánsson frá Safaríferðum fjallaði um vetrarferðir en sú ferðaskrifstofa hefur verið að kynna þá þjónustu sem er í boði á Vesturlandi að vetri til. Verið er að stofna starfshóp um vetrarferðamennsku á Vesturlandi og er áformað að hann fundi í mars.“Við þurfum að ráða okkur sérfræðing til að vinna að markaðssetningu svæðisins en starfssvæði Breiðafjarðarklasans er alveg vestur á Bíldudal og verkefnisstjóri okkar í Breiðafjarðarfléttunni er Guðrún Eggertsdóttir hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða. Hún hefur verið ötul að vinna að þessu verkefni. Það hefur verið komið upp fuglaskoðunarklösum hér á landi t.d. á Djúpavogi og á Mývatni og við stefnum á að vera öll saman í einum slíkum hér. Það bjartasta í þessu er að Útflutningsráð vill koma að þessum málum en til þess að njóta náðar þess verðum við að vinna vinnuna okkar hér heima fyrst,” segir Svanborg. Hún segir bjartsýni hafa ríkt á fundinum með þetta verkefni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is