26. febrúar. 2010 10:41
 |
Einn af hæstu styrkjunum fer til umhverfisbóta við Grábrók. |
Ferðamálastofa hefur tekið ákvörðun um úthlutun styrkja vegna úrbóta á ferðamannastöðum fyrir árið 2010. 260 umsóknir bárust en það er 18% fjölgun frá síðasta ári sem þá var metár í umsóknum. Sótt var um 510 milljónir króna en til úthlutunar að þessu sinni voru 48 milljónir, eða 9,4%. 89 verkefni hljóta styrki. Lægstu styrkirnir nema 70 þúsund krónum en þrjá hæstu styrkina, þrjár milljónir hvert verkefni, fengu Sveitarfélagið Skagafjörður vegna snyrtingar fyrir fatlaða við Byggðasafn Skagfirðinga í Glaumbæ, Ríki Vatnajökuls við Hornafjörð vegna þróunarverkefnis um vistvæna áningarstaði og Borgarbyggð vegna deiliskipulags og tröppugerðar við Grábrók.
Eftirtalin verkefni koma í hlut Vesturlands, samtals að upphæð 5.340.000 krónur:
Borgarbyggð - Grábrók - Deiliskipulag og tröppugerð kr. 3.000.000
Borgarbyggð - Úrbætur við Surtshelli kr. 1.000.000
Breiðafjarðarfléttan - Breiðafjörður Bird trail kr. 1.000.000
Sjávarsafnið í Ólafsvík - Bætt aðgengi fyrir fatlaða kr. 500.000
Dalabyggð - Surtarbrandsnámunar á Skarðströnd - Bætt öryggi og aðkoma kr. 350.000
Borgarbyggð - Grábrók - Afmörkun og lokun stíga kr. 300.000
Efling Stykkishólms - Gönguleiða- og örnefnakort við Stykkishólm kr. 250.000
Grundarfjarðarbær - Gönguleiðir við Grundarfjörð kr. 250.000
Kjósarhreppur Hvalfjörður - Upplýsingaskilti og áningarstaðir kr. 250.000
Hvalfjarðarsveit - Göngustígur að Glym kr. 250.000
Jón Svavar Þórðarson - Ölkelda á Snæfellsnesi - Tilfærsla aðkomu vegna slysahættu kr. 120.000
K. Hulda Guðmundsdóttir - Lagfæring á stikun Síldarmannagatna kr. 70.000