Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. febrúar. 2010 11:16

Selfyssingar buðu lægst í þakviðgerð á Grundaskóla

Í vikunni voru opnuð tilboð í endurnýjun hluta þaks Grundaskóla á Akranesi sem verður ein af stærstu framkvæmdum Akraneskaupstaðar á þessu ári. Fimm tilboð bárust í verkið, það lægsta var frá byggingarfyrirtækinu Smíðandi ehf. á Selfossi upp á 14,772 milljónir kr. Næstlægsta boðið var frá Sjamma ehf. á Akranesi, örlítið hærra eða 14,968 millj. Þrjú tilboð voru af mjög svipaðri stærðargráðu, TH, arftaki Trésmiðju Þráins Gíslasonar, bauð 17,445 millj., Trésmiðjan Akur 17,633 millj. og Trésmiðjan Bakki á Akranesi 17,668 milljónir.

Að sögn Jóns Pálma Pálssonar hjá Framkvæmdastofu Akraneskaupstaðar verða tilboðin tekin fyrir og kynnt á fundi eftir helgi. Aðspurður sagði Jón Pálmi að við útboðið í Grundaskóla hafi verið byggt á gögnum sem gerð voru fyrir tveimur árum. Árferðið þá hefði verið ólíkt því sem nú er, aðrar viðmiðanir og því verið ákveðið að birta ekki uppreikning á kostnaðaráætlun. Það er einmitt breitt árferði nú sem væntanlega hefur orðið til þess að óánægju virðist gæta meðal byggingaraðila á Akranesi að opnu tilboði hafi verið beitt varðandi verkefnið í Grundaskóla. Jón Pálmi segir að verkið sé af þeirri stærðargráðu að það falli bæði undir reglur um opinber útboð og einnig innkaupareglur Akraneskaupstaðar. Þess vegna hafi þurft að bjóða það út.

 

Í umræddu verki felst að skipt verður um þakjárn á hluta skólabyggingarinnar og þakpappa auk þakrenna, en ekki sé gert ráð fyrir að endurnýja þurfi timburklæðningu eða sperrur. Annað verk af svipaðri stærðargráðu er nú að fara í útboð á hjá Akraneskaupstað. Það er klæðning Bíóhallarinnar að utan.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is