Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. febrúar. 2010 01:04

Skýrsla um eflingu svínaræktar hér á landi

Síðastliðið haust skipaði Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra starfshóp sem hafði það verkefni að kanna og leggja fram tillögur um hvernig efla megi svínarækt á Íslandi með sérstöku tilliti til íslenskra aðstæðna hvað varðar fæðuöryggi, fóðuröflun og umhverfissjónarmið.  Nefndin var skipuð fulltrúum Svínaræktarfélags Íslands, ráðuneytisins, Matvælastofnunar og LbhÍ. Starfshópurinn lauk nýlega störfum. Í niðurstöðum hans kemur m.a. fram að svínarækt á Íslandi eigi að vera rekin á sömu forsendum og aðrar greinar íslensks landbúnaðar.  Við framleiðsluna skuli taka mið af fæðuöryggi þjóðarinnar og hollustu afurðanna ásamt samfélagslegum áhrifum búgreinarinar hvað varðar verðmætasköpun, aukna atvinnu og í að treysta byggð. 

Starfshópurinn leggur áherslu á að svínarækt og akuryrkja þróist samhliða með það að markmiði að stuðla að hagkvæmari kjötframleiðslu í landinu á grundvelli innlendrar fóðuröflunar og landnýtingar.  Með því skapast augljós sóknarfæri sem skylt er að nýta eins og kostur er, ekki síst m.t.t. fæðuöryggis þjóðarinnar, gjaldeyrissparnaðar og nýtingu landgæða. Talið er hægt að stórefla hlutdeild byggs og þar með íslensks korns í fóðri svína.

Þá er sagt að efla þurfi rannsóknir í greininni, m.t.t. innlendrar fóðuröflunar, ekki síst vegna hinnar miklu hlutdeildar sem svínakjöt hefur á markaði hérlendis. Þá er lögð áhersla á umhverfismál og nýtingu svínaskíts til áburðar við jarðrækt. Í skýrslunni er einnig fjallað um nauðsyn góðs aðbúnaðar á svínabúum, útgáfa starfsleyfa og eftirlit eigi að vera á einni hendi, verðmyndun lyfja og fleira.

Varað er við þeirri þróun að þjappa framleiðslu svínaræktar svo mikið saman að hún fari að stærstum hluta fram á fáum stöðum.  Í því sambandi er athygli vakin á þeirri hættu sem fólgin er í stórum rekstrareiningum, bæði m.t.t. öryggis vegna sjúkdómahættu og hugsanlegar skaðabótaskyldu hins opinbera ef t.d. kemur til niðurskurðar af völdum A-sjúkdóma.

Loks telur starfshópurinn, að þrátt fyrir þá erfiðleika sem svínaræktin glímir við um þessar mundir, geti hún átt fyrir sér bjarta framtíð í landinu, sé rétt á málum haldið, treyst byggð, eflt atvinnu og aukið á fæðuöryggi þjóðarinnar. Liður í að ná þeim markmiðum eru framangreindar tillögur starfshópsins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is