Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. febrúar. 2010 05:22

Yfir 100 kúabúa eiga ekki fyrir rekstrarútgjöldum

Gera má ráð fyrir að 100-120 kúabú í landinu, eða um 20% heildarframleiðslunnar, eigi í verulegum greiðsluvanda. Þessir bændur munu eiga í vandræðum með að fjármagna kaup á rekstrarvörum svo sem áburði og sáðvörum, en sá kostnaður gæti verið 400-500 milljónir króna á næstunni. Mikilvæg er að mjólkurframleiðsla dragist ekki saman, þar sem staðan á markaðnum er þannig að framboð og eftirspurn eru í jafnvægi. Þetta var meðal þess sem kom frá á fundi sem landbúnaðarráðherra boðaði til í dag þar sem sátu fulltrúar frá ráðuneytinu, bændum, formenn þingnefnda og fulltrúar viðskiptabankanna.

Fram kom að sauðfjárbúin eru ekki jafn skuldsett og vandinn því ekki eins mikill þar. Þó megi gera ráð fyrir að einhverjir sauðfjárbændur muni eiga í erfiðleikum með að fjármagna áburðarkaup.

 

Staða þeirra sem verst eru settir er þannig að úrræði banka og lánastofnana virðast ekki duga til áframhaldandi reksturs. Fram kom að mun hægar hefur gengið að ganga frá skuldamálum bænda en áformað var. Á því eru ýmsar skýringar, m.a. að sum fjármögnunarfyrirtækin hafa ekki unnið með bönkunum að þessum málum eins og ráð var fyrir gert. Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtakanna og fulltrúar ráðuneytisins tóku sérstaklega fram á fundinum, að mjög gott samstarf væri við  bankana um þessi mál.

 

Á fundinum var ákveðið að fulltrúar bankanna myndu á næstu dögum gera ráðuneytinu grein fyrir hvað þyrfti að gera svo hægt væri að flýta þessu ferli, þannig að hægt yrði að koma skuldamálum bænda í viðunandi farveg. Ákveðið var að Ingimar Jóhannsson frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu myndi vinna að málinu með fulltrúum viðskiptabankanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytinu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is