28. febrúar. 2010 11:42
Líklega er loðna komin inn á Breiðafjörðinn ef marka má háhyrningsvöðu sem sást útaf byggðinni í Ólafsvík í gær. Sjónvarvottar telja að 5-10 dýr hafi þarna verið á ferð að gæða sér á loðnunni. Atgangurinn var svo mikill að háhyrningarnir voru nánast komnir upp í fjöru við að elta torfunar.