28. febrúar. 2010 11:52
Búnaðarþing er sett í dag sunnudaginn 28. febrúar klukkan 13:30 í Súlnasal Hótels Sögu. Bændasamtökin munu í dag kynna niðurstöður nýrrar Capacent könnunar þar sem m.a. er fjallað um afstöðu almennings til landbúnaðar og aðildar að ESB. Strax að athöfn lokinni verða kynnt þau bú sem hljóta landbúnaðarverðlaun 2010. Búnaðarþing verður síðan með hefðbundnu sniði næstu þrjá daga. Allmargir nýir þingfulltrúar mæta nú til leiks. Nú sitja þingið tvær systur, þær Fanney Ólöf Lárusdóttir bóndi á Kirkjubæjarklaustri og Guðrún Lárusdóttir bóndi í Keldudal. Þá er óvenjuhátt hlutfall bænda úr Borgarfirði fulltrúar á þinginu, ýmist sem fulltrúar Búnaðarsamtaka Vesturlands eða sérgreinafélaga.