Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. febrúar. 2010 01:58

Fimmtugur Víkingur með loðnufarm

Víkingur AK kom í nótt með um 250 tonn af loðnu til Akraness og seint í gærkvöldi kom Lundey NS með um 300 tonn þangað. Stutt er á miðin frá Akranesi og þegar aðeins dofnaði yfir veiðunum í gærkvöldi var ákveðið að skipin kæmu í land þótt aflinn væri ekki meiri. Hrognafylling í loðnunni er góð og þroski hrognanna nú nægilegur fyrir Japansmarkað.  Það vekur athygli að Víkingur AK hefur nú aftur verið sendur til veiða en skipið hefur ekki verið gert út til veiða síðan  2008 utan þess að Víkingur var notaður til flutninga á afla frá öðrum skipum HB Granda í fyrrasumar. Ástæðan fyrir því að Víkingur er sendur til veiða nú er að ætlunin er sú að ná sem mestu út úr loðnukvóta HB Granda með hrognafrystingu og því þarf að ná loðnunni núna þegar hrognafylling er góð þroski hrognanna sömuleiðis.  Unnið er þessa dagana látlaust við hrognafrystingu á Akranesi.

Vel gekk að manna skipið en skipstjóri er kunnur loðnuskipstjóri, Magnús Þorvaldsson, sem lengi var skipstjóri á Sunnubergi.

Víkingur er hálfrar aldar gamall á þessu ári en skipið var smíðað í Bremerhaven í Þýskalandi árið 1960 fyrir Síldar- og fiskimjölsverksmiðju Akraness og var framan af gerður út sem síðutogari.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is