Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. mars. 2010 12:45

Erfiður sigur bikarmeistaranna - en sigur þó

Sigurður Þorvalds var besti maður leiksins.
Karlalið ÍR mætti Snæfelli í gærkvöldi í Iceland Express deildinni. Fresta hafði þurft leiknum vegna veðurs á fimmtudaginn. Hlynur Bæringsson hvíldi í leiknum vegna meiðsla í kálfa. Eitthvað voru Snæfellsmenn hikstandi í upphafi leiks en ÍR-ingar fóru þess betur af stað. Fyrsta leikhluti var mjög jafn þar sem liðin skiptust á að skora en Snæfell átti fleiri færi og tækifæri til að komast yfir, en nýttu þau illa. Með sprækari mönnum Snæfells var Sigurður Þorvaldsson og Sean Burton átti einnig fínan sprett undir lok leikhlutans þar sem Snæfell var 23-17 yfir.

ÍR spilaði fast og uppskar villur í byrjun annars hluta á meðan Snæfell lagaði stöðuna aðeins og var að detta í léttari spilamennsku sem kom þeim í 31-24. ÍR-ingar komu þá til baka með látum og spiluðu góða vörn og komust í 36-34 þegar Snæfell tók leikhlé til að skerpa á hlutunum. Sean Burton var að berjast grimmt í vörn og sókninni sérstaklega en hann stjórnaði sínum mönnum í næsta 12-2 áhlaupi sem varð til þess að ÍR tók þá leikhlé í stöðunni 48-36.  ÍR klóraði í bakkann og staðann var 48-42 í hálfleik.

 

Snæfellingar fóru í þungar sóknir í byrjun þriðja hluta og ekkert féll með þeim. Í þriðja leikhluta gekk fátt upp hjá þeim framan af þegar ÍR komst um tíma yfir, en Snæfellingar sýndu þó seiglu og voru yfir 69-57 fyrir lokaleikhlutann.

Snæfell hélt uppteknum hætti í byrjun fjórða hluta og voru ÍR-ingar meira í að brjóta sem gaf þeim lítið. Snæfell hafði sigur að lokum 96-86 með harðfylgi.

Hjá Snæfelli var Sigurður Þorvaldsson öflugastur með 25 stig og 18 fráköst og Sean kom næstur á eftir með 23 stig. Jón Ólafur setti 13 stig og tók 6 fráköst. Martins Berkis setti 11 stig ásamt Pálma Frey en tók 9 fráköst að auki. Hjá ÍR var Robert Jarvis með 24 stig og 7 stoðsendingar.

Ingi Þór þjálfari var að vonum ánægður eftir leikinn og sagðist gríðarlega ánægður með að landa mikilvægum stigum miðað við álag á leikmönnum undanfarið. Góður sigur í höfn þó spilalega hefði hann mátt vera betri.

 

Byggt á karfan.is. Ljósm. Þorsteinn Eyþórsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is