02. mars. 2010 01:04
 |
Frá hátíðinni 2008. |
Búnaðarfélag Mýramanna hyggst í vor halda við þeim góða sið sem kominn er á að halda landbúnaðarhátíðina Mýraelda. Stefnt er að henni laugardaginn 17. apríl. Fyrir tveimur árum var hátíðin haldin í fyrsta skipti og heppnaðist vel, um 800 gestir mættu á svæðið. Í Bréfi til bænda, riti Búnaðarsamtaka Vesturlands, er nú lýst eftir áhugasömum sem vilja setja upp bás eða kynningarsvæði á sýningunni. Skulu þeir hringja í 899-2170 eða 867-8108.