Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. mars. 2010 04:09

Ný stjórn Bændasamtakanna kjörin

Í dag var tilkynnt um úrslit í kosningum til stjórnar Bændasamtaka Íslands á Búnaðarþingi sem haldið er í Bændahöllinni. Haraldur Benediktsson var kjörinn formaður fyrr í dag með öllum greiddum atkvæðum eða 45. Að auki voru kosnir sex fulltrúar í stjórn samtakanna. Alls gáfu ellefu þingfulltrúar kost á sér til stjórnarsetu. Úrslit kosninganna urðu þau að Sveinn Ingvarsson í Reykjahlíð fékk 45 atkvæði, Jóhannes Sigfússon á Gunnarsstöðum fékk 41 atkvæði, Sigurbjartur Pálsson á Skarði fékk 40 atkvæði, Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir á Egilsstöðum fékk 40 atkvæði, Árni Brynjólfsson á Vöðlum fékk 23 atkvæði og Guðný Helga Björnsdóttir á Bessastöðum fékk 22 atkvæði. Aðrir sem í kjöri voru fengu minna.

Einar Ófeigur Björnsson í Lóni var næstur inn í stjórn og hlaut 20 atkvæði. Þeir Haraldur, Sveinn, Jóhannes og Sigurbjartur sátu allir í síðustu stjórn Bændasamtakanna en þau Vigdís, Árni og Guðný Helga koma ný inn.

 

Uppstillingarnefnd gerði tillögu um varamenn stjórnar og var hún samþykkt með lófaklappi. Varamenn eru:

Guðný H. Jakobsdóttir fyrir Harald Benediktsson

Guðrún Lárusdóttir fyrir Guðnýju H. Björnsdóttur

Fanney Ólöf Lárusdóttir fyrir Jóhannes Sigfússon

Baldur Grétarsson fyrir Vigdísi Sveinbjörnsdóttur

Einar Ófeigur Björnsson fyrir Árna Brynjólfsson

Guðni Einarsson fyrir Sigurbjart Pálsson

Guðbjörg Jónsdóttir fyrir Svein Ingvarsson

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is