Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. mars. 2010 09:04

Við vorum vanir að bjarga okkur strákarnir

Þegar Akranes var að byggjast upp sem öflugur útgerðar- og iðnaðarbær upp úr seinna stríði, voru talsverðir fólksflutningar þangað af landsbyggðinni. Mikið var um að fólk vestan að, bæði af Ströndum og Vestfjörðum, leitaði sér lífsviðurværis og framtíðarheimilis á Skipaskaga eins og hann var gjarnan nefndur í þá daga. Þangað fóru meira að segja allmargir Hornstrengingar. Meðal þeirra eru þau Kjartan Guðmundsson blikksmiður og kona hans Auður Elíasdóttir sem fluttu til Akraness árið 1958. Kjartan er fæddur og uppalinn á Búðum í Hlöðuvík og kom reyndar á Skagann með viðkomu í Keflavík og Reykjavík, en Auður er frá Þingeyri í Dýrafirði. Kjartan er nú á 87. aldursári, nýfluttur inn á dvalarheimilið Höfða en er enn við góða heilsu.

Allir íbúar - 500 talsins - fóru á 12 árum

 

Blaðamaður Skessuhorns heimsótti Kjartan nýlega og fékk að fræðast um sitthvað, mest um viðburðaríka tíma þegar hann var að alast upp, fyrst í Hlöðuvík og síðan í Aðalvík. Báðir eru þessir staðir í fyrrum Sléttuhreppi á Hornströndum sem náði frá Veiðileysisfirði og Hesteyri sunnan Aðalvíkur alveg norður í Horn í Hornvík. Um 1940 bjuggu og áttu lögheimili í Sléttuhreppi um 500 manns. Tólf árum síðar, á árinu 1952, fór síðasti ábúandinn úr hreppnum. Um árabil hafa einungis fjórfætlingar íslenski refurinn hafst við á Hornströndum, enda er friðland hans þar.

 

Sjá ítarlegt við tal við Kjartan Guðmundsson um uppvaxtarárin á Hornströndum, í Skessuhorni sem kemur út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is