03. mars. 2010 09:40
 |
Katerína Inga Antonsdóttir. Ljósm. SL. |
Söngkeppni Menntaskóla Borgarfjarðar og ungmennahússins Mímis var haldin í gærkvöldi. Þar var m.a. keppt um hver verður fulltrúi í Söngkeppni framhaldsskólanna. Fimm einstaklingar tóku þátt í keppninni en sigurvegari varð Katerína Inga Antonsdóttir og söng hún lagið Við gengum tvö. Í verðlaun fékk hún stúdíotíma hjá í hljóðveri Sigurþórs Kristjánssonar, síma og marga fleiri góða vinninga. Í öðru sæti var Magnús Daníel Einarsson. Auk keppninnar stigu unglingar úr félagsmiðstöðvum grunnskólanna á stokk og fluttu söngatriði.