Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. mars. 2010 07:01

Laxinn frá Eðalfiski rennur út

Frá kynningu á vörum Eðalfisks í haust.
“Hér er bara allt gott að frétta og stærsti útflutningsfarmurinn sem farið hefur frá okkur er nýfarinn til Bandaríkjanna. Það voru fimm tonn af laxi en helmingurinn af því var ferskur lax og hinn helmingurinn reyktur og grafinn. Þetta er allt flakað og tilbúið í búðir en Samherji sér um söluna til þeirra. Við höfum verið að senda frá okkur tvö til þrjú tonn, tvisvar í viku að undanförnu,” sagði Kristján Rafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Eðalfisks í Borgarnesi í samtali við Skessuhorn.  Kristján Rafn segir eftirspurn eftir laxi mjög mikla og það vanti lax á markaðinn. Þá sé verð í erlendri mynt í sögulegu hámarki. “Við erum venjulega 7-8 að störfum hér á þessum árstíma en nú erum við 13 og það er líka óvenjulegt að mest fer af ferskum laxi frá okkur.

Um 60% af því sem unnið er hér fer til Bandaríkjanna en hráefnið kemur frá Silfurstjörnunni, eldisstöð Samherja, en þar á að reyna að framleiða 800 til 1.000 tonn af laxi á ári í framtíðinni. Svo kaupum við lax frá laxeldisstöðinni Rifósi en hann fer frá okkur á innanlandsmarkað.” Kristján Rafn segir sveiflurnar talsverðar í framleiðslunni eftir árstíðum. “Við bætum venjulega við okkur starfsfólki yfir sumartímann og hámarkinu er svo náð fyrir jólin en fyrir síðustu jól vorum við 22 að vinna hér,” sagði Kristján Rafn Sigurðsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is