Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. mars. 2010 01:25

Hafró gerir ekki tillögu um meiri síldarkvóta

Frá síldveiðum 2008.
Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjastofnasviðs Hafrannsóknastofnunar, segir engar tillögur um auknar síldveiðar eða veiðiráðgjöf til sjávarútvegsráðherra vera á dagskrá hjá stofnuninni að svo stöddu. Eins og komið hefur fram í Skessuhorni er mikil síld í Grundarfirði og þéttar torfur frá botni og upp í yfirborð. Þorsteinn segir þessa upplifun Grundfirðinga þá sömu og komið hafi fram hjá rannsóknarmönnum um borð í rannsóknarskipinu Dröfn sem verið hefur við mælingar í Grundarfirði að undanförnu. “Þessi rannsóknarleiðangur Drafnar er eingöngu liður í vöktun síldarstofnsins. Við erum með þessu að fylgjast með sýkingunni í síldinni og um leið stofnstærðinni. Þessum leiðangri er að ljúka núna en síðan á eitt skip eftir að veiða af 7 þúsund tonna viðbótarkvótanum og frá því fáum við sýni eins og við fengum frá öðrum skipum sem fóru til veiða eftir áramót. Það verður engin veiðiráðgjöf veitt í kjölfar þessa leiðangurs,” segir Þorsteinn.   Samkvæmt þessu virðist því lítil von til þess að síldarkvótinn verði aukinn að þessu sinni, þrátt fyrir svartan sjó af síld í Grundarfirði.

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sagðist í samtali við Skessuhorn nú rétt í þessu ætla að ræða við starfsmenn Hafrannsóknastofnunar um hvort einhverjar nýjar forsendur séu til staðar til að auka megi við síldarkvótann.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is