Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. mars. 2010 09:55

Ingibjörg býður sig fram fyrir Samfylkinguna á Akranesi

Ingibjörg Valdimarsdóttir viðskiptafræðingur, býður sig fram í 2. til 3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar sem haldið verður 19.-20. mars næstkomandi. „Í ljósi þeirra aðstæðna sem við nú búum við er nauðsynlegt að fá nýtt fólk inn í bæjarstjórn til viðbótar við þá miklu reynslu sem  þar er fyrir. Við þurfum fólk með breiðan bakgrunn og víðtæka reynslu í bæjarstjórn. Við þurfum að leggja höfuð áherslu á atvinnulíf bæjarsins því atvinna fyrir alla er stærsta velferðarmálið. Móta þarf öfluga atvinnustefnu, gera átak í viðhaldsverkefnum og nýta innviði bæjarins í þágu nýsköpunar og atvinnuuppbyggingar.  Við þurfum að verja grunnþjónustuna af öllum mætti í þeim niðurskurði sem reynst getur óhjákvæmilegur.

Við Skagamenn eigum frábærar þjónustustofnanir og þær þurfum við að verja. Við þurfum að styrkja bæjarbrag Akraness og forðast með öllum mætti að bærinn verði talinn úthverfi Reykjavíkur, þó nálægðinni við höfuðborgina fylgi margir kostir. Ég býð mig fram til að vinna að þessum verkefnum og öðrum þeim verkefnum Akurnesinga sem vinna þarf.“

 

Ingibjörg er 37 ára, fædd og uppalin á Akranesi. Hún lauk stúdentsprófi af viðskipta- og hagfræðibraut frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og B.Sc gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1997. Hún stundar nú meistaranám í alþjóðaviðskiptum við Háskólann í Reykjavík samhliða starfi sínu. Ingibjörg starfar nú sem deildarstjóri Markaðsdeildar Orkuveitu Reykjavíkur og hefur einnig meðal annars starfað hjá Landsbréfum og sem markaðsstjóri innanlandsþjónustu Eimskipa áður en hún tók til starfa hjá Orkuveitunni, en þar hefur hún starfað í 8 ár. Ingibjörg er gift Eggerti Herbertssyni framkvæmdarstjóra og eiga þau 3 börn á skóla- og leikskólaaldri.

-fréttatilkynning

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is