Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. mars. 2010 12:01

Úrslit í stóru upplestrarkeppninni á Akranesi

Lokaathöfn Stóru upplestrarkeppninnar á Akranesi fór fram í Tónbergi í gærkvöldi. Markmið keppninnar er að nemendur í 7. bekkjum grunnskólanna leggi sérstaka rækt við vandaðan upplestur bæði í bundnu og óbundnu máli. Grunnskólarnir tveir á Akranesi velja sex bestu lesara úr sínum hópi sem síðan mæta á lokaathöfn og dómnefnd velur síðan þrjá bestu lesarana. Hallgrímur Ólafsson leikari ávarpaði gesti og keppendur og lagði áherslu á að mikilvægt væri að fylgja eftir draumum sínum og hugmyndum til að öðlast sífellt meira sjálfsöryggi. Nemendur úr 7. bekkjum fluttu einnig tónlist, léku á píanó og spiluðu á fiðlur. Veittar voru viðurkenningar fyrir skreytingu boðskorta og kennarar og dómnefnd fengu bókagjöf sem Uppheimar höfðu lagt héraðsnefndinni til.

Niðurstaða dómnefndar var að Veronica L. Þórðardóttir skipaði 1. sæti. Í öðru sæti var Bryndís R. Þórólfsdóttir og þriðja sæti hreppti Sigurlaug R. Hjartardóttir. Allar eru þær nemendur í Grundaskóla.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is