Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. mars. 2010 02:05

Gott útlit með verð fyrir komandi grásleppuvertíð

Rögnvaldur grásleppukarl á Akranesi að gera klárt í fyrra.
Gott útlit er fyrir komandi grásleppuvertíð en veiðar mega hefjast frá Garðskaga og vestur úr, norður um og austur miðvikudaginn 10. mars. Þó er innanverður Breiðafjörður undanskilin en þar mega veiðar ekki hefjast fyrr en 10. maí þegar æðarfugl er sestur upp.  Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segir í samtali við Skessuhorn að útlit sé fyrir gott verð á grásleppuhrognum þetta árið þar sem hrogn vanti á markaðinn. “Ég reikna með góðu verði strax í upphafi vertíðar núna. Í fyrra voru að fást 70-80 þúsund krónur fyrir tunnuna í byrjun vertíðar en síðan smá hækkaði verðið og fór í 275 þúsund krónur fyrir tunnuna þegar ljóst varð að vertíðin á Nýfundnalandi hafði brugðist. Meðalverðið fyrir hrognatunnuna á vertíðinni var 148 þúsund krónur. Í fyrra var talið að markaðurinn þyrfti 30 þúsund tunnur af hrognum en veiðin varð ekki nema 23 þúsund tunnur þannig að 7 þúsund tunnur vantaði upp.

Við Íslendingar veiddum nærri helming af heildaraflanum í fyrra, eða í 11.500 tunnur, Grænlendingar komu næst með 7 þúsund tunnur, þá Norðmenn með 2.800 en á Nýfundnalandi var veiðin aðeins þúsund tunnur. Það er mikil eftirspurn eftir hrognum núna og því verður verðið örugglega gott strax í byrjun,” sagði Örn.

 

Í fyrra var 12 dögum bætt við grásleppuvertíðina þannig að hún mátti vera 62 dagar hjá hverjum báti. Nú hefur sjávarútvegsráðherra ákveðið að vertíðin í ár verði jafn löng og þá. Óvíst er hins vegar hvenær grásleppukarlar hefja veiðar og ólíklegt að við Faxaflóann verði það fyrr en undir lok mánaðar eða í apríl. Hverjum og einum er í sjálfsvald sett hvenær hann byrjar sína 62 daga vertíð. Ekki má þó veiða lengur en til 5. júlí á öðrum svæðum en í innanverðum Breiðafirði. Þar má veiða til 20. ágúst.

 

Langmest í Stykkishólmi hér á Vesturlandi

Af einstökum löndunarhöfnum á Vesturlandi varð veiðin langmest á síðustu vertíð í Stykkishólmi en 1.145 tunnur af hrognum komu þar á land og var það næsthæsta höfnin á landinu á eftir Drangsnesi sem var með 1.373 tunnur. Á Akranesi komu á land 214 tunnur, í Skarðsstöð 205 tunnur, á Arnarstapa komu 85 tunnur af hrognum á land og jafnmikið í Grundarfirði. Ólafsvík rak svo lestina á Vesturlandi með 68 tunnur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is