04. mars. 2010 03:01
Á fjörutíu manna fundi í félagsheimilinu Fannahlíð 2. mars sl. var kosið í efstu sæti Hvalfjarðarlistans fyrir komandi sveitarstjórnar-kosningar í Hvalfjarðarsveit. Nú er listinn með tvo menn af sjö í sveitarstjórn. Forystusæti listans skipar áfram Sigurður Sverrir Jónsson í Stóra Lambhaga. Ákveðið var að Magnús Hannesson bóndi sem setið hefur í sveitarstjórn færði sig niður í fjórða sæti listans, eða að hans sögn væntanlegt baráttusæti.
Sjö efstu sæti skipa eftirfarandi:
1. Sig. Sverrir Jónsson, Stóra Lambhaga IV
2. Birna María Antonsdóttir, Efra Skarði
3. Sævar Ari Finnbogason. Glóru
4. Magnús Hannesson. Eystri Leirárgörðum
5. Halla Jónsdóttir, Gröf
6. Brynjar Ottesen, Tungu
7. Friðjón Guðmundsson, Hóli.
-fréttatilkynning