Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. mars. 2010 12:21

Vilja bættar almenningssamgöngur

Skagavagninn
Fimm einstaklingar, búsettir á sunnanverðu Vesturlandi, gengu í síðustu viku á fund umhverfisráðherra og ræddu almenningssamgöngur frá Vesturlandi til höfuðborgarsvæðisins. Þetta voru þrír Akurnesingar, einn íbúi úr Borgarbyggð og annar úr Hvalfjarðarsveit. Allir segjast þeir eiga það sameiginlegt að vera um tvær klukkustundir á dag eða lengur í strætisvögnum vegna vinnu sinnar á höfuðborgarsvæðinu. Einar Thorlacius íbúi Hvalfjarðarsveitar og einn fimmmenninganna segir þróun almenningssamgangna á Vesturlandi hafa verið frekar dapurlega. Dregið hafi úr þjónustu Skagavagnsins og Borgarnesvagninn sé hættur akstri eftir einungis átta mánaða reynslutímabil. Hann segir það afleitt líka fyrir íbúa Hvalfjarðarsveitar að Skagavagninn skuli ekki lengur stöðva við Hvalfjarðargöng norðanverð.

Til þess hefði Hvalfjarðarsveit þurft að greiða gjald til Akraneskaupstaðar en Hvalfjarðarsveit hafi ákveðið að áætla enga peninga til almenningssamgangna árið 2010. Einar segir þetta þýða það að íbúar Hvalfjarðarsveitar og Borgarbyggðar verði að aka alla leið niður á Akranes til þess að ná strætisvagni til höfuðborgarsvæðisins. “Skagavagninn stoppar víðsvegar á Akranesi, víða á Kjalarnesi og í Mosfellsbæ en ekur í gegnum Hvalfjarðarsveit án þess að stoppa og taka upp farþega.”

 

Einar segir þau hafa séð plagg frá í ágúst 2009 um aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að efla sjálfbærar samgöngur og það sé inná á vef umhverfisráðuneytisins. Þar sé Kristjáni L. Möller samgönguráðherra og Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra falið að vinna saman að áætlun um sjálfbærar samgöngur með sérstakri áherslu á strætisvagna og aðra kosti í stað einkabíla. Þau hafi meðal annars spurt hvernig eigi að fylgja þessu eftir. Þá hafi þau bent á að engin löggjöf væri til um almenningssamgöngur og því væri það ekki lögbundið hlutverk sveitarfélaga að sjá um þær. Einar segir að Svandís hafi tekið erindi þeirra vel og þeim sýnist að þau eigi góðan talsmann í henni en næst sé að fá viðtal við Kristján Möller samgönguráðherra. Hann segir ljóst að stjórnvöld þurfi að hvetja sveitarfélög á Vesturlandi til dáða í almenningssamgöngum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is