Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. mars. 2010 07:01

Arionbanki yfirtók Grísagarð á Hýrumel

Fyrr í vikunni yfirtók Arionbanki rekstur tveggja stórra svínabúa sem samanlagt hafa um fjórðung svínakjöts framleiðslunnar hér á landi. Annars vegar er það svínabúið á Brautarholti á Kjalarnesi en hins vegar Grísagarður, búið á Hýrumel í Hálsasveit. Félag í eigu Norðlenskra og fleiri tók yfir rekstur Grísagarðs ehf. sl. haust í samráði við viðskiptabankann, eins og fram kom í fréttum Skessuhorns, og hefur þar til nú rekið búið. Á sama tíma misstu fyrrum eigendur hlut sinn og hættu störfum hjá fyrirtækinu. Undanfarna daga hefur verð á svínakjöti farið hækkandi og er nú um 310 krónur á kíló til framleiðenda, en verðið hafði þá lengi verið um 260 krónur sem er langt undir framleiðslukostnaði. Talið er að verðið þurfi að fara upp undir 400 krónur til að standa undir rekstrarkostnaði og eðlilegum fjármagnskostnaði svínabúa í dag.

Aðspurðir verjast forsvarsmenn Arionbanka allra frétta af málinu og framtíð þessara stóru búa. Grísagarður á Hýrumel hefur undanfarin ár framleitt 10-12% af svínakjöti á markaðnum. Ekki er talið líklegt að framleiðslu verði hætt á Hýrumel enda margt sem mælir með staðsetningu svínabús þar. Meðal annars nægt landrými til að afsetja svínaskít, hverahiti, stöðugt vinnuafl og sátt við umhverfið. Flutningskostnaður er hins vegar mikill vegna staðsetningar búsins. Það þykir mikilvægt er fyrir atvinnulíf í uppsveitum Borgarfjarðar að framtíð búsins á Hýrumel verði tryggð sem fyrst en nú er sú framtíð einungis í höndum stjórnenda Arionbanka.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is