Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. mars. 2010 08:56

Eftirlitsnefnd telur batnandi horfur í rekstri Borgarbyggðar

Undanfarna mánuði hefur Borgarbyggð verið meðal þeirra sveitarfélaga sem hafa verið til sérstakrar skoðunar hjá eftirlitsnefnd sveitarfélaga vegna rekstrarniðurstöðu ársins 2008 og skuldsetningar. Nú hefur eftirlitsnefndin skrifað stjórnendum Borgarbyggðar bréf og tilkynnt að hún muni ekki aðhafast frekar í málefnum Borgarbyggðar að svo stöddu.  “Nýverið skilaði Borgarbyggð áætlunum um rekstur sveitarfélagsins til eftirlitsnefndar, en í þeim er gert ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu á rekstri sveitarfélagsins á næstu árum.  Þá var lögð fyrir nefndina greinargerð um endurskipulagningu á rekstri. Frá árslokum 2008 höfum við unnið markvisst að því að draga úr rekstarkostnaði sveitarfélagsins og lækka skuldir.  Þessar aðgerðir hafa skilað árangri en áfram er unnið að endurfjármögnun mennta- og menningarhússins í Borgarnesi,” segir Páll S Brynjarsson sveitarstjóri í tilkynningu.

Páll segir að þrátt fyrir fækkun íbúa, tekjufall og aukna greiðslubyrgði lána séu góð batamerki í rekstri sveitarfélagsins sé litið til næstu ára.  “Miðað við þriggja ára áætlun sveitarfélagsins eru horfur þokkalegar með rekstur, en þó má vissulega lítið út af bregða. Eru sveitarstjórn og stjórnendur meðvitaðir um mikilvægi þess að eftirlit sé stöðugt þannig að hægt sé að grípa til aðgerða ef þurfa þykir.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Um sótthví

Grundarfjarðarbær

Sumarstörf 2020

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Frá bæjarstjóra, 16. mars 2020

Grundarfjarðarbær

Frá bæjarstjóra, 15. mars 2020

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is