Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. mars. 2010 10:04

Málþing og skákmót á Árnamessu

Árnamessa, málþing helgað minningu Árna Helgasonar bindindsfrömuðar, verður haldið öðru sinni í grunnskólanum í Stykkishólmi sunnudaginn 14. mars nk. á afmælisdegi Árna. Að þessu sinni  er áhersla lögð á mikilvægi þess að ungt fólk sé virkir þátttakendur í samfélaginu, eigi frumkvæði og taki þátt í nýsköpun á sviði samfélagsmála, atvinnumála og umhverfis.

Til málþingsins, sem Samstarfsráð um forvarnir og IOGT standa að, er boðið m.a. fulltrúum nemenda allra grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla á Vesturlandi. Ennfremur þeim sem vinna að forvörnum, lýðheilsu, sveitarstjórnarmálum, æskulýðs- og íþróttamálum og skóla- og uppeldismálum á Vesturlandi.

Árni Einarsson framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna mun setja málþingið. Frumkvöðlarnir Guðjón Már Guðjónsson frá Hugmyndaráðuneytinu og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Landnámssetursins flytja stutt erindi um skapandi hugsun og athafnaþrá ungs fólks. Þess má geta að Guðjón var aðeins 17 ára þegar hann stofnaði sprotafyrirtækið OZ sem varð aflvaki nýrrar tækni í skilaboðalausnum. Gunnar Svanlaugsson skólastjóri fjallar um virkni ungs fólks í skipulagi bæjarhátíða og Diljá Helgadóttir grunnskólanemi fjallar um þann kraft sem býr í æskunni.

 

Að erindum loknum verða umræður í hópum virkni ungs fólks þar sem hlustað verður eftir röddum unga fólksins. Málþinginu lýkur með pallborðsumræðum um aðalþema málþingsins með þátttöku fulltrúa ungs fólks í hverjum hópi. Dagbjört Höskuldsdóttir verslunarmaður stýrir málþinginu.

 

Líkt og í fyrra verður á sama stað og sama tíma haldið veglegt skákmót þar sem margir af efnilegustu grunnskólanemendum landsins taka þátt í. Teflt verður í þremur flokkum. Lýðheilsustöð veitir þremur efstu í hverjum flokki verðlaunapeninga auk þess sem sigurvegari hvers flokks fær eignarbikar. Fjöldi glæsilegra vinninga verða í boði og dregið verður í happadrætti þar sem vinningarnir eru dvöl í sumarbúðum KFUM og K. Tefldar verða sex umferðir og umhugsunartíminn er 10 mínútur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is