Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. mars. 2010 03:22

Hugmyndasjóður settur á stofn á Akranesi

Í dag var sett af stað nýtt verkefni á vegum Akraneskaupstaðar sem kallað hefur verið „Hugmyndasjóður.“ Í tilkynningu frá Akranesstofu, sem hefur með verkefnið að gera, er því ætlað að að laða fram frumkvæði og góðar hugmyndir um spennandi verkefni á Akranesi. “Megin tilgangur Hugmyndasjóðs er að hvetja fólk til að koma fram með allskyns hugmyndir sem efla Akranes; mannlíf, atvinnulíf og vellíðan fólksins í bænum. Allir geta tekið þátt og lagt hugmyndir sínar í Hugmyndasjóð.” Kallað er eftir allskyns hugmyndum um atvinnuskapandi verkefni, samfélagslega uppbyggjandi verkefni, nýsköpunarverkefni, heilsurækt eða hönnun, framleiðslu á vöru eða tækjum, ferðaþjónustutengd verkefni s.s. á sviði afþreyingar fyrir ferðafólk o.fl. 

Í tilkynningu frá Akranesstofu um verkefnið segir:

"Galdurinn við góða hugmynd er sá að það kostar ekkert að hugsa og laða fram góða hugmynd og fátt er eins skemmtilegt og hressilegt hugarflug, ekki síst í góðra vina hópi. Kúnstin er svo að muna hugmyndina, útfæra hana og gefa fleirum kost á að hjálpa til við að láta hugmyndina verða að veruleika. Þar kemur Hugmyndasjóður til sögunnar.

 

Hugmyndasjóður  virkar þannig að þeir sem vilja koma hugmyndum sínum í farveg fylla út sérstakt innsláttarform og geta auk þess sent með fylgigögn ef þess gerist þörf. Hugmyndasjóður heitir fullum trúnaði, sé þess óskað og virðir rétt fólks til hugarsmíða sinna.

 

Fjallað verður um allar hugmyndir, kosti og galla hverrar hugmyndar, tækifæri þeirra og möguleika. Öllum þeim sem senda inn hugmyndir verður svarað og allar hugmyndir teknar til skoðunar. Metnir verða ýmsir þættir hverrar hugmyndar, s.s. rekstrarlegir þættir, fjármögnunarmöguleikar, markaðssetning, framsetning,  möguleikar til tekjusköpunar og atvinnusköpunar, frumleiki og sérstaða hugmynda – svo dæmi séu tekin. Hugmyndasmiðir geta auk þess leitað ráða og leiðbeininga m.a. um hvar hægt sé að leita styrkja til margvíslegra verkefna og um þær stofnanir sem eru frumkvöðlum og hugmyndasmiðum helst til ráðgjafar og liðveislu.

 

Mikilvægt er að hugmyndin sé raunhæf, útfæranleg, innan skynsamlegra marka kostnaðarlega og að hægt sé að hrinda hugmynd nær framkvæmd með skömmum fyrirvara. Sérstaka athygli fá þær hugmyndir sem koma til með að skapa fólki - ekki síst ungu fólki – atvinnu og skapa um leið spennandi verkefni á Akranesi.

 

Farvegurinn fyrir þær hugmyndir sem lagðar verða í Hugmyndasjóð er á vefsíðu Akraneskaupstaðar, www.akranes.is.  Hugmyndasjóður heyrir undir Akranesstofu og allar nánari upplýsingar um sjóðinn veitir Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri Akranesstofu."

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is