Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. mars. 2010 01:36

Hoffellið var að fylla upp í loðnukvótann við Öndverðarnes

Hoffell SU 80 kom á miðin við Öndverðarnes á Snæfellsnesi í gærmorgun en vegna veðurs þurftu skipverjar að leita skjóls fyrir innan nesið við Ólafsvík. Hoffell er nóta- og togveiðiskip, 1293 brúttótonn og gert út af Loðnuvinnlunni hf  Fáskrúðsfirði. Bergur Einarsson skipstjóri á Hoffellinu sagði í samtali við fréttaritara Skessuhorns að það væru um 700 tonn eftir af loðnukvótanum, en skipið tekur fulllestað um 1400 tonn. “Það er ekkert hægt að gera í svona bandvitlausi veðri,” sagði Bergur og bætti við að veðrið hefði þau áhrif að loðnan væri dreifðari. Hann sagði þó að þetta væri rétti tíminn til að veiða hana enda hrognafylling í hámarki. “Já, maður fer bara í var, það er ekkert veiðanlegt í svona veðri. Ætlum svo að dóla inn á Grundarfjörð og kíkja á síldina, bara svona af forvitni. Annars er alveg svakalega mikið líf hérna í Breiðarfirðinum, langt síðan maður hefur séð svona mikið af svartfugli og mikið af háhyrningum líka.

Það er ekki gott að loðnan fari að hrygna hér á þessum slóðum, fer ekki saman þar sem mikið er af síld, en hún étur loðnuhrognin. Annars verð ég ekki var við miklar lóðningar af loðnu hérna innar í firðinum, meira við nesið,” sagði Bergur.

 

En hvað tekur við hjá strákunum á Hoffellinu að loðnuvertíð lokinni?

„Það verður farið á kolmunna á Rockhall svæðinu, stoppum í fimm daga eftir þennan túr og leggjum svo í hann. Þetta er langt ferðalag, þetta 500 – 700 sjómílur, þrír dagar í góðu veðri,” sagði Bergur. Hoffellið hefur yfir að ráða 5000 tonna kolmunnakvóta og má reikna með að það fáist fullfermi í hverri ferð þannig að það tekur strákana þrjár sjóferðir þessa löngu leið til að fylla kvótann, ef vel gengur.

Bergur lá ekki á skoðun sinni varðandi kvótann og hafði á orði að það væri allt fullt af fiski og það væri sama hvort rætt væri við trillusjómenn eða togarakarla, allir væru að verða búnir með kvótann. “Það væri nær að taka lán í þessu þ.e.a.s. að auka kvótann því það tæki Hafró alltaf tvö ár að bæta við kvótann þá aukningu sem sjómenn verða varir við, þeir eru alltaf seinni til,” sagði Bergur.

Fleiri skip voru í gær komin á svæðið og mátti sjá færeyska Júpíter en hinn íslenski Júpíter VE lagði af stað úr Vestmannaeyjahöfn í gær og var stefnan tekin á Öndverðarnes. Eitt síldveiðiskip, Huginn VE, var að veiðum inni á Grundarfirði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is