08. mars. 2010 12:54
Um helgina rann út framboðsfrestur til prófkjörs Samfylkingarinnar á Akranesi. Það er því orðið ljóst hverjir það verða sem sækjast eftir fyrstu þremur sætum á listanum fyrir kosningarnar í vor. Kosið verður um fyrstu þrjú sætin í prófkjöri laugardaginn 20. mars, en um 4.-9. sæti á sérstökum kjörfundi að því loknu.
Þeir sem sækjast eftir þremur fyrstu sætunum eru í stafrófsröð:
Björn Guðmundsson húsasmiður sækist eftir 1. 3. sæti
Einar Benediktsson verkamaður sækist eftir 1.-3. sæti
Guðríður Sigurjónsdóttir leikskólakennari sækist eftir 2.-3. sæti
Hafsteinn Sigurbjörnsson eftirlaunaþegi sækist eftir 3. sæti
Hrund Snorradóttir kaffihúsaeigandi sækist eftir 2.-3. sæti
Hrönn Ríkharðsdóttir skólastóri og núverandi bæjarfulltrúi sækist eftir 1.-2. sæti
Ingibjörg Valdimarsdóttir deildarstjóri hjá Orkuveitu Reykjavíkur sækist eftir 2.-3. sæti
Sveinn Kristinsson starfsmaður Orkuveitu Reykjavíkur og núverandi bæjarfulltrúi sækist eftir 1. sæti.
Samfylkingin fékk tvo bæjarfulltrúa kjörna í kosningunum fyrir fjórum árum, Sjálfstæðisflokkur fjóra, Framsókn einn, VG einn og Frjálslyndi flokkurinn einn.