Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. mars. 2010 03:04

Körfuboltalið ÍA féll í aðra deild

ÍA féll úr fyrstu deildinni í körfubolta karla þegar liðið tapaði fyrir Hetti á heimavelli á Akranesi 98-106 á föstudagskvöldið. Höttur var með 12 stig fyrir leikinn en ÍA 8 og aðeins er ein umferð eftir. Hattarmenn byrjuðu leikinn með látum og náðu strax forystu. Eftir fyrsta leikhluta höfðu þeir skorað 30 stig á móti 17 stigum heimamanna. Sama var uppi á teningnum í öðrum leikhluta og fljótlega var Höttur kominn með 36 á móti 20 stigum Skagamanna. Þá réttu Skagamenn aðeins úr kútnum og munurinn var 6 stig í lok annars leikhluta 46-52.

 

 

 

Lið ÍA byrjaði seinni hálfleikinn vel og skoraði fyrstu 5 stigin. Munurinn var þá kominn niður í eitt stig 51-50 en þá tóku Hattarmenn aftur við sér og voru komnir með 95 stig gegn 77 stigum Skagamanna þegar 5 mínútur voru eftir. Skagamenn minnkuðu muninn jafnt og þétt það sem eftir var leiksins en sá leikkafli þeirra kom of seint og Hattarmenn björguðu sér frá falli með því að sigra 106-98 en lið ÍA er fallið í 2. deild eftir eins árs veru í þeirri fyrstu.

 

Hörður Nikulásson var stigahæstur Skagamanna með 24 stig og 5 stoðsendingar, Dagur Þórisson var með 21 stig, 8 fráköst og 4 stoðsendingar, Trausti Freyr Jónsson var með 14 stig, 11 stoðsendingar og 7 fráköst og Halldór Gunnar Jónsson var með 17 stig. Akeem Clark var atkvæðamestur hjá Hetti með 48 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar og aldursforseti Hattarmanna, Hannibal Guðmundsson, var með 15 stig og 7 fráköst.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is