09. mars. 2010 07:04
Nótan er uppskeruhátíð tónlistarskólanna um land allt. Tilgangur með hátíðinni er m.a. að vekja athygli á því góða og mikla starfi sem tónlistarskólar landsins vinna. Laugardaginn 13. mars fara fram í Hólmavíkurkirkju svæðisbundnir tónleikar fyrir Vesturland og Vestfirði og koma þar fram nemendur frá níu skólum af svæðinu. Nemendurnir eru á öllum aldri og námsstigum og munu þeir bjóða upp á fjölbreytta og skemmtilega efnisskrá. Valnefnd mun veita viðurkenningar fyrir framúrskarandi tónlistaratriði auk þess sem þrjú atriði öðlast þátttökurétt á lokatónleikum uppskeruhátíðarinnar sem fram fara þann 27. mars í Langholtskirkju í Reykjavík.