Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. mars. 2010 08:01

RKÍ á Akranesi heldur utan um ungt atvinnulaust fólk

Árni G. Guðmundsson hefur verið ráðinn verkefnisstjóri.
Nú er verið að hrinda af stað verkefni á Akranesi fyrir ungt fólk í atvinnuleit.  Frumkvöðlasmiðju Vinnumálastofnunar á Akranesi er nú lokið og því óttast margir að aðgerðaleysi taki við hjá ungu atvinnulausu fólki í kjölfarið en 70 manns fóru í gegnum námskeiðin þar. Verkefnið sem nú fer af stað er á vegum Rauða krossins, Vinnumálastofnunar og Akraneskaupstaðar. Framlag Vinnumálastofnunar verður í formi ráðgjafar og námskeiðahalds. Akraneskaupstaður hefur lagt tvær milljónir króna í verkefnið og Rauði krossinn leggur til starfsmann í verkefnið næstu níu mánuði samkvæmt samningi við Vinnumálastofnun og heldur utan um verkefnið. Árni G. Guðmundsson hefur verið ráðinn verkefnisstjóri. Hann segir aldursviðmiðun fyrir verkefni sem þetta vera 18-24 ára hjá félagsmálaráðuneytinu en það verði útvíkkað í þessu verkefni og reiknað með fólki á aldrinum 16-30 ára.

Anna Lára Steindal hjá Rauða kross deildinni á Akranesi segir mikilvægt að ungt fólk sé virkt í samfélaginu. Verið er að gera aukna kröfu um virkni fólks á atvinnuleysisskrá og með þátttöku í verkefni sem þessu er ungu fólki tryggðar atvinnuleysisbætur áfram. “Það er víða þekkt að fólki sem er á atvinnuleysisskrá sé boðið að taka þátt í sjálfboðastarfi RKÍ. Við erum með margvísleg sjálfboðaverkefni hér á Akranesi sem unga fólkið okkar gæti tekið þátt í, en fyrst og fremst er ætlunin með þessu verkefni að virkja þau á þeirra eigin áhugasviði og skapa þeim grundvöll sem hægt er að byggja á til framtíðar.“

 

Nánar í Skessuhorni sem kemur út á morgun.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is