Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. mars. 2010 02:01

Kvennalið Snæfells féll út eftir mikinn baráttuleik

Kvennalið Snæfells sýndi það og sannaði í keppninni við geysisterkt lið Keflvíkinga að þær voru vel að því komnar að ná í átta liða úrslitakeppnina í IE-deildinni. Eftir að hafa tapað með 13 stigum syðra á laugardag, 95:82, komu Snæfellskonur mjög grimmar til leiks í Stykkishólmi í gærkvöldi. Í miklum baráttuleik kom til framlengingar þar sem gestirnir reyndust sterkari og sigruðu 112:105.  Allt Snæfellsliðið lék mjög vel í leiknum. Sherell Hobbs var geysisterkt undir lok venjulegs leiktíma þegar hún jafnaði metin 96:96 með þriggja stiga skoti þegar 10 sekúndur voru eftir. Hún vann síðan boltann aftur og minnstu munaði að boltinn færi aftur niður í körfu Keflvíkinga og sigurinn yrði Snæfellskvenna.

Þetta var í fyrsta skipti sem kvennalið Snæfells kemst í úrslitakeppni í efstu deild, en Keflvíkingar mæta næst Hamri í fjögurra liða úrslitum IE-deildarinnar.

 

Á mynd Þorsteins Eyþórssonar er Unnur Lára Ásgeirsdóttir að sækja að körfu Keflvíkinga í Hólminum í gærkvöldi.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is