Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. mars. 2010 09:04

Brunalúður, Gúttó og mórauðir fimmhundruðkallar

Tvíburarnir og Guðmundur.
Brunalúðurinn gellur við, klukkan er tólf og allir eiga að fara heim að borða. Þetta gerðist á hverjum degi. Enn er rafmagn bæjarbúa framleitt með rafstöð, ekki farið að keyra Andakílsárvirkjun og á meðan svo var gall brunalúðurinn stundvíslega klukkan tólf. Íbúar hafa viðurværi sitt af ýmsum þjónustörfum, meðal annars tengdum landbúnaði. Fjárhús, hesthús og hænsnakofi eru ekki óalgeng sjón við mörg íbúðarhúsin og smábúskapurinn færði fjölbreytileika og björg í bú. Malargötur, allsstaðar og byggðin víða gisin. Kaupfélagið með starfsemi sína í Englendingavík, þar sem bæði var keypt og selt. Þó er farið að huga að nýrra og stærra húsi undir starfsemi kaupfélagsins, sprengingar fyrir nýjum grunni hafnar. Búið að kaupa upp hús sem þurfti að fjarlægja og íbúunum fært annað í staðinn. Enn var kennt í Gúttó, þar sem núna er félagsmiðstöðin Óðal, leikfimi í kjallaranum þar sem einnig voru sturtur og skólastofurnar uppi. Laxfoss kemur í plássið fimm daga vikunnar.

Mánudaga og fimmtudaga var mjólkin hins vegar keyrð út á Akranes, því þá kom ekkert skip. Akraborgin kemur ný í þorpið árið 1956.

Þetta er bæjarlýsing af Borgarnesi eftir miðja síðustu öld.

 

Árið 1955 fermdust þrír bræður, frá Borg, stundum kallaðir Sillarnir eða Arabræður, Guðmundur og tvíburabræðurnir Hólmsteinn og Unnsteinn Arasynir. Guðmundur samþykkti að bíða eftir bræðrum sínum með því skilyrði að hann fengi fermingarúrið á réttum tíma. Þeir ólust upp á holtinu, þar sem einungis voru fjögur hús. Hlíðin undir var byggð, þar sem nú er Berugata. Þar bjuggu meðal annarra Þorbjörn frá Hraunsnefi og Guðmundur sem aldrei var kallaður annað en Gvendur gúdmorning. Rifjað er upp fermingin og lífið í Borgarnesi með þeim Guðmundi og Unnsteini. Hólmsteinn er fjarri góðu gamni, þar sem hann er staddur erlendis. Tvíburabróðir hans segir það engu máli skipta þvi hann sé hvort sem er kalkaður og muni ekki neitt!

 

Þeir bræður eru meðal fjölmargra sem rifja upp fermingardaginn sinn í hnausþykku Fermingarblaði Skessuhorns sem kemur út í dag. Missið ekki af því.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is