10. mars. 2010 01:01
Félagarnir Þóroddur og Arnór í Borgarnesi eru nemendur í Frumkvöðlasmiðju á vegum Vinnumálastofnunar þar sem unnið er með ýmsar viðskiptahugmyndir og undirbúning fyrir stofnun fyrirtækja. Þeirra hugmynd snýst um að kanna grundvöll fyrir opnun bón- og þvottastöðvar í Borgarnesi. Í þeim tilgangi að kanna viðbrögð markaðirins hafa þeir gert rafræna könnun sem þeir biðja fólk um að svara, en slíkt tekur mjög stuttan tíma. “Við munum í bón- og þvottastöðinni leggja áherslu á að nota góðar vörur, vönduð vinnubrögð og bjóðum uppá þvott, bón, alþrif, mössun og fleira. Þá munum við sækja og skila bílum, tökum bíla í flýtiþvott fyrir ferðalanga og aðra,” segja þeir félagar Þóroddur og Arnór.
Til að hjálpa þeim er hægt að ýta HÉR og taka þátt í könnuninni.