Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. mars. 2010 03:01

Hrund vill 2.-3. sæti hjá Samfylkingunni á Akranesi

Hrund Snorradóttir kaffihúsaeigandi gefur kost á sér í 2.-3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar á Akranesi fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar, sem fram fer 20. mars nk. Hrund er fædd á Akranesi í janúar 1982 og ólst þar upp til fjögurra ára aldurs en fluttist þá með foreldrum sínum til Svíþjóðar þar sem hún bjó næstu 6 árin. Eftir að til Íslands kom á ný bjó fjölskyldan í Hafnarfirði í 4 ár þangað til þau fluttu á Akranes að nýju. Hrund lauk grunnskólaprófi frá Brekkubæjarskóla og nam síðan í Fjölbrautaskóla Vesturlands, þar sem hún smitaðist af leiklistarbakteríunni. Eftir flakk um ýmsa landshluta og nokkur Evrópulönd stundaði hún nám við Rose Bruford leiklistarskólann í Lundúnum í þrjú ár og síðan í Texas. Eftir B.A. próf hélt hún heim til Akraness á ný. Hrund hefur undanfarið hálft ár rekið kaffihúsið skrúðgarðinn í samvinnu við Edith Ómarsdóttur.

 

 

“Ég hef alltaf haft mikla skoðun á bæjarmálum og landsmálum og var m.a. ein af stofnendum Félags ungra jafnaðarmanna á Akranesi á framhaldsskólaárunum. Þá sat ég einn vetur í stjórn Iðnnemasambandsins. Menningarmál ásamt umhverfis- og skipulagsmálum eru mér hugleiknust. Ég vil styðja við bakið á því menningarstarfi sem fram fer hér. Skólarnir hafa verið að gera frábæra hluti t.d í leiklist og það þarf að styðja við og styrkja. Sama má segja um tónlistina og myndlistina. Við þurfum ekki alltaf að sækja allt til Reykjavíkur. Í umhverfismálum er mikið óunnið starf. Ég vil sjá bæjarfélagið móta sér stefnu til framtíðar m.a. varðandi markvissa flokkun á sorpi.

Þó mikilvægt sé að bæta ímynd bæjarins út á við þarf ekki síður að virkja íbúa í bænum til að byggja upp bæinn með jákvæðni og bjartsýni að leiðarljósi. Það er hægt m.a með því að stofna hverfaráð og auka þannig lýðræðislega þátttöku bæjarbúa. Ég er 28 ára gömul og tel nauðsynlegt að ungt fólk eigi aðkomu að stjórn bæjarins með beinum hætti. Þess vegna býð ég mig fram,” segir Hrund Snorradóttir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is