Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. mars. 2010 08:04

VLFA semur við heimamenn um endurbætur á sumarhúsi

Sumarhús VLFA í Ölfusborgum.
Verkalýðsfélag Akraness hefur samið við Trésmiðjuna Akur um miklar endurbætur á orlofshúsi félagsins í Ölfusborgum. Öll önnur orlofshús félagsins hafa fengið andlitslyftingu á síðustu árum, m.a. hafa þau verið máluð, skipt um innréttingar, tæki og annað tilfallandi. Sumarhús félagsins í Ölfusborgum er síðasta húsið sem endurbætt verður að þessu sinni. Meðal þess sem gert verður í Ölfusborgum er að færa til veggi, skipta um eldhús- og baðinnréttingar, flísaleggja allan bústaðinn og setja hitalagnir í gólf. Þessu til viðbótar verður sólstofa byggð við húsið.

 

 

 

 

Á vef félagsins segir að áætlað sé að endurbæturnar taki allt að tveimur mánuði, en húsið verði klárt fyrir sumarúthlutun. Þá segir að félagið leggi mikla áherslu á að eiga viðskipti við fyrirtæki og verslanir í heimabyggð og að þetta verkefni verði allt unnið af Akurnesingum, þ.e.a.s. trésmíðavinna, rafvirkjun, pípulögn og flísalögn. Hjá Akri starfa um 15 félagsmenn í VLFA og á vefnum segir að félagið sé ánægt með að geta komið þessu verkefni til fyrirtækis sem er með þetta marga félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness að störfum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is